Dagskrá Svæðafélagsins fyrir árið 2019

Fyrir febrúar sýningu HRFÍ verða haldnar tvær sýningaþjálfanir 12. febrúar og 19. febrúar kl.19.30.

Veiðipróf fyrir standandi fuglahunda verður haldið 27.-28 apríl staður og tími verða auglýst síðar. Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ.

http://www.fuglahundadeild.is, http://www.vorsteh.is, https://irskursetter.weebly.com, https://enskursetter.is

Svæðafélagið sér um augnskoðun fyrir hunda félagsmanna HRFÍ í Dýrey 23. maí. Skoðunin verður haldin í húsnæði Dýreyjar á Akureyri, skráning mun fara fram á skrifstofu HRFÍ.

Fyrir júní sýningu HRFÍ verða haldnar tvær sýningaþjálfanir 28. maí og 4. júní stað- og tímasetning verða auglýst síðar.

Veiðipróf verður haldið á Melgerðismelar 22. og 23. júní fyrir sækjandi fuglahunda í grúppu 8 og verður sameiginlegur matur um kvöldið á vegum svæðafélagsins. https://www.retriever.is

Fyrir ágúst sýningu HRFÍ verða haldnar tvær sýningaþjálfanir 20. og 27. ágúst stað- og tímasetning verða auglýst síðar.

 

  1. og 29. september verður haldið hlýðnipróf í Reiðhöll Léttis í Lögmannshlíð skráning verður á skrifstofu HRFÍ. Prófað verður í Bronsi, Hlýðni 1, 2 og 3. Dómari verður Albert Steingrímsson. Tímasetning verður auglýst þegar nær dregur. http://vinnuhundadeildin.weebly.com/

Veiðipróf fyrir standandi fuglahunda grúppu 7. 12. – 13. október. Staður og tími verða auglýst síðar. Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ.

Fyrir nóvember sýningu HRFÍ verða haldnar tvær sýningaþjálfanir 12. og 19. nóvember stað- og tímasetning verða auglýst síðar.

Sýningarþjálfanir á vegum svæðafélagsins kosta 500 kr. sem greitt er á staðnum og koma með nammi og kúkapoka.

 

Eins og sést er mikið í gangi hjá svæðafélaginu og allir viðburðir opnir fyrir áhorf ef fólk hefur áhuga. Dagskráin er ekki tæmandi og eins víst að eitthvað bætist við og það verður þá auglýst síðar.

Endilega takið þátt með okkur og ef áhugi er fyrir óformlegum hlýðnihittingum endilega verið óhrædd við að skipuleggja sjálf og hafa samband ykkar á milli